Búfénaði slátrað á þriðja búinu 8. ágúst 2007 12:05 Ákveðið hefur verið að slátra búfénaði á þriðja nautgripabúinu í Surrey í Englandi þar sem grunur leikur á að gin- og klaufaveiki hafi borist þangað. Verið er að rannsaka hvort veiran hafi borist á býlin af mannavöldum. Nautgripabúið er við hlið býlis þar sem veikin hafði áður greinst. Þrátt fyrir þessa ákvörðun hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að slaka á banni við búfjárflutningum á býlum utan sóttvarnarsvæðisins í Surrey frá og með miðnætti. Einnig hefur verið ákveðið að leyfa bændum að flytja búfénað til slátrunar á ný en þó að uppfylltum ströngum skilyrðum. Sérfræðingar segja að veiran sem nú hafi fundist í dýrunum sé á margan hátt ólík þeirri sem greinst hafi í dýrum á svæðinu á síðustu árum. Hún sé líkari veiru sem notuð er til að búa til bóluefni gegn gin- og klaufaveiki. Því beinist rannsóknin meðal annars að því hvort að veiran hafi borist frá annarri tveggja rannsóknarstofa sem eru í grennd við býlið þar sem veiran greindist fyrst. Bæði er verið að kanna hvort búfénaður hafi vísvitandi verið smitaður eða hvort starfsmenn á rannsóknarstofunum hafi borið veiruna með sér á búið fyrir slysni. Breska ríkisstjórnin hefur í samráði við Evrópusambandið bannað alla flutninga á lifandi búfé frá Englandi, Skotlandi og Wales. Gin- og klaufaveiki er afar smitandi og leggst á klaufdýr - nautgripi, sauðfé, svín og geitur. Árið 2001 braust út gin- og klaufaveikisfaraldur í Bretalandi og þurfti þá að slátra á áttundu milljón dýra í þúsundum bæja. Yfirvöld þá voru gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við. Viðbrögðin nú hafa verið mun hraðari en ljóst er að tjón vegna veikinnar nemur allt að milljarði íslenskra króna á viku. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Ákveðið hefur verið að slátra búfénaði á þriðja nautgripabúinu í Surrey í Englandi þar sem grunur leikur á að gin- og klaufaveiki hafi borist þangað. Verið er að rannsaka hvort veiran hafi borist á býlin af mannavöldum. Nautgripabúið er við hlið býlis þar sem veikin hafði áður greinst. Þrátt fyrir þessa ákvörðun hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að slaka á banni við búfjárflutningum á býlum utan sóttvarnarsvæðisins í Surrey frá og með miðnætti. Einnig hefur verið ákveðið að leyfa bændum að flytja búfénað til slátrunar á ný en þó að uppfylltum ströngum skilyrðum. Sérfræðingar segja að veiran sem nú hafi fundist í dýrunum sé á margan hátt ólík þeirri sem greinst hafi í dýrum á svæðinu á síðustu árum. Hún sé líkari veiru sem notuð er til að búa til bóluefni gegn gin- og klaufaveiki. Því beinist rannsóknin meðal annars að því hvort að veiran hafi borist frá annarri tveggja rannsóknarstofa sem eru í grennd við býlið þar sem veiran greindist fyrst. Bæði er verið að kanna hvort búfénaður hafi vísvitandi verið smitaður eða hvort starfsmenn á rannsóknarstofunum hafi borið veiruna með sér á búið fyrir slysni. Breska ríkisstjórnin hefur í samráði við Evrópusambandið bannað alla flutninga á lifandi búfé frá Englandi, Skotlandi og Wales. Gin- og klaufaveiki er afar smitandi og leggst á klaufdýr - nautgripi, sauðfé, svín og geitur. Árið 2001 braust út gin- og klaufaveikisfaraldur í Bretalandi og þurfti þá að slátra á áttundu milljón dýra í þúsundum bæja. Yfirvöld þá voru gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við. Viðbrögðin nú hafa verið mun hraðari en ljóst er að tjón vegna veikinnar nemur allt að milljarði íslenskra króna á viku.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira