Erlent

Enn ein nauðgunin á Sunny Beach í Búlgaríu

Sunny Beach í Búlgaríu. Einnig þekkt sem Bloody Beach í Norrænum fjölmiðlum.
Sunny Beach í Búlgaríu. Einnig þekkt sem Bloody Beach í Norrænum fjölmiðlum.

Ekkert lát virðist vera á nauðgunum og ofbeldi á Sunny Beach í Búlgaríu. Um síðustu helgi var 17 ára norskri stúlku nauðgað eftir að henni var byrluð ólyfjan. Ströndin er fyrir löngu orðin alræmd á Norðurlöndum og gengur meðal annars undir viðurnefninu Nauðgunarströndin.

Norska stúlkan var í sumarfríi á ströndinni með samlöndum sínum þegar henni var nauðgað. Fram kemur í frétt á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten að henni hafi fyrst verið byrluð ólyfjan og síðan nauðgað. Í síðustu viku var tvítugri sænskri stúlku nauðgað á hrottalegan hátt og fyrr í sumar var fjórum dönskum stúlkum nauðgað á tíu daga tímabili. Þá hafa ferðamenn margsinnis verið rændir og orðið fyrir ofbeldi.

Sunny Beach í Búlgaríu hefur verið vinsæll áfangastaður norrænna ungmenna síðastliðin ár. Tíðar frásagnir af nauðgunum og ofbeldi hefur hins vegar valdið því að ferðaskrifstofur eru nú byrjaðar að leyfa þeim sem vilja að breyta um áfangastað sér að kostnaðarlausu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×