Erlent

Óttast um hunda í bílum yfir sumartímann

MYND.E.Ól

Dýraverndunarsamtök í Danmörku vara hundaeigendur við því að skilja hunda sína eftir í bílnum nú yfir sumartímann þar sem þeir geti drepist úr hita.

Haft er eftir talsmanni dýraverndunarsamtakanna Dyrefondet að um sé að ræða vaxandi vandamál en síðast í gær drapst hundur í bíl eftir að eigandi hans skildi hann eftir meðan hann fór úi bíó.

Bendir talsmaðurinn á að yfir sumartímann, þegar heitast sé, geti hitinn í bílnum farið upp í allt að 60 stig og það þoli hundar ekki. Segir hann að betra sé fyrir fólk að skilja hundinn eftir heima í stað þess að kvelja hann í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×