Erlent

Þúsundir flýja heimili sín af ótta við hitabeltisstorm

Bátar voru dregnir á land í Tævan á meðan stormurinn gekk yfir.
Bátar voru dregnir á land í Tævan á meðan stormurinn gekk yfir. MYND/AFP

Hundruð þúsundir manna hafa flúið heimili sín í suðausturhluta Kína af ótta við hitabeltisstorminn Pabuk sem gengur yfir svæðið í dag.

Stormurinn gekk yfir Tævan í gær með mikilli úrkomu og flóðum og þá fór rafmagn af stórum svæðum í landinu.

Mikil flóð hafa geysað í suðuausturhluta Kína að undanförnu og hafa að minnsta kosti 936 manns látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×