Erlent

Þrír Pólverjar láta lífið í umferðarslysi

Alls létust 26 pólskir ferðamenn lífið í rútuslysi í síðasta mánuði.
Alls létust 26 pólskir ferðamenn lífið í rútuslysi í síðasta mánuði. MYND/AFP

Þrír pólskir ferðamenn létu lífið og að minnsta kosti ellefu slösuðust í Norður Frakklandi í morgun þegar ökumaður langferðabifreiðar missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór útaf veginum. Slysið átti sér stað skammt frá borginni Dunkirk við belgísku landamærin en um 50 manns voru í langferðabifreiðinni.

Þetta er annað skiptið í sumar sem pólsk langferðabifreið lendir alvarlegu umferðarslysi í Frakklandi. Í síðasta mánuði létust 26 pólskir ferðamenn í rútuslysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×