Erlent

Kalla eftir aukinni aðstoð á flóðasvæðum

MYND/AFP

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur kallað eftir aukinni aðstoð alþjóðasamfélagsins vegna flóðanna í Suðaustur Asíu. Talið er að allt að 28 milljónir manna á flóðasvæðunum þurfi á aðstoð halda.

Verst er ástandið í Assam héraði á Indlandi en þar hafa milljónir manna þurft að flýja heimili sín. Flóðin eru nú í rénun en vatnsyfirborð er víða enn mjög hátt og eru stór svæði á Indlandi, Banglades og Nepal einangruð vegna þessa. Vegir hafa víða farið undir vatn og þá hafa vatnsbrunnar einnig mengast vegna flóðanna.

Óttast er að hverskonar hitabeltissjúkdómar fari að skjóta rótum enda hefur reynst erfitt að koma hjálpargögnum til nauðstaddra og ástandið víða mjög slæmt.

Lítið hefur rignt á svæðinu að undanförnu en veðurspár gera ráð fyrir að það byrji að rigna að nýju fljótlega. Því gæti ástandið varað í nokkrar vikur til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×