Erlent

32 barna faðir látinn laus

Green á 32 börn með fimm konum.
Green á 32 börn með fimm konum. MYND/AFP

Tom Green, 59 ára gamall maður frá Utah fylki í Bandaríkjunum, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku. Í dag er stúlkan eiginkona mannsins, og sú eina sem hann er lögregla kvæntur. Áður hafði hann verið fundinn sekur um fjölkvæni en á tímabili var hann kvæntur fjórum öðrum konum.

Green á 32 börn með konunum fimm og það voru tveir sona hans sem sóttu hann í fangelsið í dag. Á meðan Green sat inni áttu fangelsisyfirvöld í töluverðum vandræðum með að taka á móti stórfjölskyldunni þegar hún heimsótti hann í fangelsið, að sögn ABC fréttastofunnar. „Ég hlakka til að snúa aftur út í lífið og takast á hendur hinar fjölmörgu skildur sem hvíla á herðum mínum," sagði hinn barnmargi Green við fjölmiðla í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×