Erlent

Stolin Picasso málverk komin í leitirnar

Pablo Picasso lést árið 1973.
Pablo Picasso lést árið 1973.

Lögreglan í París hefur fundið tvö málverk og teikningu eftir Pablo Picasso sem stolið var á heimili barnabarns listamannsins í febrúar. Samanlagt verðmæti verkanna er talið nema 50 milljónum evra, eða tæpum hálfum milljarði íslenskra króna. Málverkin voru af dóttur meistarans og annari eiginkonu hans. Að sögn lögreglunnar voru verkin í góðu ásigkomulagi þegar þau fundust og handtók lögregla þrjá einstaklinga vegna málsins.

 

Pablo Picasso er einn þekktasti málari sögunnar og eru verk hans því vinsæl á meðal þjófa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×