Erlent

Kínverskir Netfíklar sendir í sumarbúðir

Um 113 þúsund Net-kaffihús eru starfrækt í Kína.
Um 113 þúsund Net-kaffihús eru starfrækt í Kína. MYND/Getty

Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að starfrækja sumarbúðir þar sem markmiðið er að venja 40 ungmenni af Netfíkn sinni. Um er að ræða tilraunaverkefni en samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Kína þjást um 2,6 milljónir ungmenna í landinu af Netfíkn. Um 20 milljón Kínverja undir 18 ára aldri eru með aðgang að Netinu í Kína, sem þýðir að um 13 prósent notenda eru háðir tölvunni sinni.

Ungmennin í sumarbúðunum verða í meðferð vegna þunglyndis, ótta og kvíða ásamt öðrum kvillum sem sagðir eru hrjá Netfíkla. Stjórnvöld í Kína eru einnig sögð áhyggjufull yfir sívaxandi glæpatíðni og dauðsföllum sem þeir segja rekjanlegt beint til of mikillar tölvunotkunar og hefur verið gripið til þess að banna fjölgun Net-kaffihúsa. Þá hafa strangari reglur verið settar varðandi ofbeldisfulla tölvuleiki. Samkvæmt opinberum tölum eru nú starfrækt 113 þúsund Net-kaffihús í Kína.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×