Erlent

Búist við miklum töfum vegna verkfalls þýskra járnbrautarstarfsmanna

MYND/AFP

Gert er ráð fyrir miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi þegar boðað verkfall járnbrautarstarfsmanna þar í landi hefst á fimmtudaginn. Verkfallið verður eitt það víðtækasta í Þýskalandi í yfir 15 ár. Gefnar hafa verið út viðvaranir til ferðamanna og þeim gert að búast við miklum töfum og óþægindum.

Kjaraviðræður starfsmanna þýska járnbrautarfyrirtækisins Deutsche Bahn við forsvarsmenn fyrirtækisins sigldu í strand í síðustu viku. Starfsmennirnir hafa krafist verulegra launhækkana og að vinnuaðstaða verði bætt. Um 150 þúsund manns starfa nú hjá Deutsch Bahn.

Verkfallið hefst á fimmtudaginn þegar lestarstjórar í vöruflutningum leggja niður vinnu. Verkfallið mun í fyrstu ekki snerta almennar lestarsamgöngur. Engu að síður er gert ráð fyrir miklum töfum á ferðum lesta og hafa verið gefnar út viðvaranir til ferðamanna og þeim gert að búast við mögulegum seinkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×