Erlent

Vilja að Bandaríkjamenn sleppi fimm föngum úr Guantanamo

Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að biðja Bandaríkjamenn um að sleppa fimm föngum úr Guantanamo fangelsinu en mennirnir voru búsettir á Bretlandi þegar þeir voru handteknir. Beiðnin er til marks um skýra stefnubreytingu Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, frá yfirlýstri stefnu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra.

Mennirnir fimm eru ekki breskir ríkisborgarar en voru búsettir á Bretlandi þegar þeir voru handteknir og fluttir þaðan í Guantanamo fangelsið. Beiðni breskra stjórnvalda um að þessum mönnum verði nú sleppt er skýr stefnubreyting frá yfirlýstri stefnu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Áðu hafði hann lýst því yfir að hann teldi ekki nauðsynlegt að bresk stjórnvöld skiptu sér af einstaklingum sem handteknir voru á Bretlandi ef þær væru ekki þarlendir ríkisborgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×