Erlent

Rannsaka blóðdropa tengda hvarfi Madeleine

Móðir Madeleine á blaðamannfundi.
Móðir Madeleine á blaðamannfundi. MYND/Getty

Breska lögreglan athugar nú hvort að blóðdropar sem fundust á hótelherbergi foreldra Madeleine í Portúgal tengist hvarfi dóttur þeirra. Það voru sérstakir leitarhundar sem fundu blóðdropana í síðustu viku en sérfræðingar á vegum portúgölsku lögreglunnar höfði áður ekki komið auga á dropana við hefðbundna leit.

Blóðdroparnir fundust eftir að portúgölsk lögregluyfirvöld buðu bresku lögreglunni til að fara yfir gögn í málinu. Auk þess að leita í hótelherberginu hafa bresku lögreglumennirnir leitað á ný á heimili Roberts Murat en hann hefur lengi legið undir grun í málinu. Engin ný sönnunargögn fundust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×