Erlent

Kínverjar handtaka vestræna mótmælendur

Kínverskir hermenn í Peking.
Kínverskir hermenn í Peking. MYND/AFP

Kínversk stjórnvöld handtóku í morgun sex vestræna aðgerðarsinna fyrir að mótmæla mannréttindarbrotum þar í landi. Aðgerðarsinnnarnir hengdu borða á Kínamúrinn þar sem slagorð komandi Ólympíuleika var notað til að mótmæla mannréttindarbrotum og hersetu Kínverja í Tíbet.

Aðgerðarsinnarnir sex koma frá Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þeir halda því meðal annars fram að kínversk stjórnvöld noti Ólympíuleikana sem fram fara í Peking á næsta ári til að réttlæta hernám Tíbets. Á borða sem þeir hengdu á Kínamúrinn var slagorð komandi Ólympíuleika notað til árétta þessa skoðun. Þar stóð „Einn heimur, einn draumur, frjálst Tíbet 2008."

Áður hafði Amnesti International gefið út yfirlýsingu þessa efnis að ímynd Ólympíuleikanna gæti skaðast vegna ítrekaðra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×