Erlent

Blindur undir stýri

Lögreglumönnum í bænum Tartu á Eistlandi brá heldur í brún á dögunum þegar þeir hugðust hafa afskipti af ökumanni sem þeir grunuðu um ölvunarakstur.

Eftir því sem Reuters-fréttastofan greinir frá stöðvuðu þeir tvítugan ökumann vegna þess hversu skrykkjótt ökulag hans var. Þegar þeir hugðust svo láta hann blása í áfengismæli gekk honum illa að koma honum upp í sig og kom þá í ljós að ökumaðurinn var blindur. Hafði hann þá notið aðstoðar 16 ára farþega við aksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×