Erlent

Sex Tamil tígrar falla í átökum

Hermenn stjórnarhersins vakta götu í Colombo, höfuðborg landsins.
Hermenn stjórnarhersins vakta götu í Colombo, höfuðborg landsins. MYND/AFP

Sex uppreisnarmenn Tamil tígra féllu þegar til átaka kom milli þeirra og stjórnarhers Sri Lanka í norðurhluta landsins í morgun.

Átökin áttu sér stað aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tvær sprengjur höfðu dregið einn hermann til dauða og sært fimm almenna borgara. Sprengjurnar sprungu við varðstöð hersins í Vavuniya héraði í norðurhluta Sri Lanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×