Erlent

Danskir dýraverndunarsinnar mótmæla bjarnardrápum

Dýraverndunarsinnar mótmæla illri meðferð á skógarbjörnum.
Dýraverndunarsinnar mótmæla illri meðferð á skógarbjörnum.

Aðgerðarsinnar úr dýraverndarsamtökunum PETA og Anima ætla að koma saman fyrir framan breska sendiráðið í Kaupmannahöfn á morgun til að mótmæla því að lífverðir Elísabetar Englandsdrottningar beri húfur sem unnar eru úr ekta bjarnarfeldi. Dýraverndunarsinnarnir segja að það taki feld af heilum birni til að búa til eina húfu. Margir af björnunum sem falli í þessu skyni séu drepin með mjög ómannúðlegum aðferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×