Erlent

Listaverkum stolið í Nice

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Grímuklæddir þjófar stálu fjórum málverkum úr listasafni í Nice í suðurhluta Frakklands í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum þar í landi að fimm menn hefðu verið að verki. Þeir hefðu stolið tveimur verkum eftir flæmska listamanninn Breugel og tveimur verkum eftir listamennina Sisley og Monet.

Þjófarnir ruddust inn í safnið á opnunartíma og ógnuðu starfsfólki. Þeir hlupu síðan út úr safninu og flúðu á bifhjólum og í bíl. Talsmenn Musee des Beaux-Arts listasafnsins segja að verkin séu ómetanleg. Tveimur af þeim var stolið af sama listasafni fyrir níu árum en voru endurheimt á innan við viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×