Erlent

Enn flæðir í Suður-Asíu

Flóð vegna monsúnregns halda áfram að hrella íbúa Bangladesh og Indlands. Tala látinna er nú komin hátt í þrjúhundruð og fleiri og fleiri neyðast til þess að yfirgefa heimili sín.

Aðstæður til hjálparstarfs eru mjög bágar og óttast er að malaríu faraldur muni nú brjótast út á þessu svæði. Brýr og vegir hafa skolast burt og ekki verður hægt að ná til fjölda þorpa fyrr en yfirborð vatnsins lækkar. Slíkt er hins vegar ekki í sjónmáli. Íbúar geta ekkert gert nema að horfa upp á hús sín sökkva í vatnið og eru mjög óvissir um framtíðina. Stjórnvöld í Bangladesh segjast eiga nóg af matarbirgðum og lyfjum og hafa afþakkað alla erlenda aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×