Erlent

Hátt settur meðlimur al-Qaeda drepinn í Írak

al-Askari moskan
al-Askari moskan MYND/afp

Bandarískir hermenn í Írak segjast hafa drepið háttsettan mann innan al-Qaeda sem skipulagði tvær árásir á gullnu moskuna í Samarra, helgidóm sjíta múslima. Moskan skemmdist talsvert í árásunum og jók það mjög ófriðinn í landinu. Badri var yfirmaður al-Qaeda í Salahuddin héraðinu.

 

Samkvæmt fréttavef BBC hefur fólk sem þekkti Badri staðfest að lík sem fannst eftir aðgerðir bandaríska hersins á fimmtudag sé af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×