Erlent

Lífeyri eftirlifenda helfararinnar mótmælt

Fulltrúar 250.000 Ísraela sem lifðu helför Nasista af ætla að mótmæla bágum kjörum þeirra fyrir utan hús Ehuds Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem í dag. Lífeyri eftirlifendanna samsvarar um 1300 íslenskum krónum á mánuði.

Stjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hinar lágu bætur. Eldri eftirlifendur segjast eiga erfitt með að borga fyrir læknismeðferð og eiga stundum ekki fyrir mat. Formaður samtaka sem berst fyrir auknum réttindum eftirlifenda segir stjórnina trega til þess að koma til móts við þá. Þeir séu heilsuveilli en annað fólk og minningin um helförina ásæki þá dag og nótt. Nú þegar þeir eru hjálparþurfi sé enginn að leita til. Eftirlifendur hafa löngum kvartað yfir því að framkoma í garð þeirra sé betri í Evrópu en í þeirra eigin heimalandi og segja það vera skömm fyrir landið.

Menntamálaráðherra Ísrael, Yuli Tamir, sagði að stjórnin væri að vinna að samkomulagi og vonaðist til að deilan muni leysast á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×