Erlent

Ungum dreng bjargað eftir sex tíma volk í Dauðahafinu

Átta ára ísraelskur drengur fannst síðastliðna nótt á lífi, eftir að hafa flotið í Dauðahafinu í sex klukkustundir. Sterkir straumar hrifu drenginn á haf út, þegar hann var á leik á ströndinni með föður sínum og bræðrum. Lögregluþyrla og tugir björgunarmanna leituðu drengsins. Hann fannst um eitt eftir miðnætti, hræddur og þyrstur,en annars heill heilsu, um þrjá og hálfan kílómetra frá ströndu. Dauðahafið inniheldur óvenju hátt magn salts, og hefur það orðið drengnum til lífs, því auðveldara er að fljóta í því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×