Erlent

Bush sýnir lit

George Bush Bandaríkjaforseti sveimaði í dag í þyrlu sinni yfir staðinn þar sem brú yfir Mississippi fljót hrundi síðastliðinn miðvikudag. Eftir það gekk hann um með slökkviliðshatt á vettvangi slyssins og skoðaði aðstæður.

Bush hefur lofað því að brúin verði gerð nothæf sem allra fyrst og að fleiri brýr verði lagaðar til þess að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur. Forsetinn var gagnrýndur harðlega fyrir slöpp viðbrögð og seinagang þegar fellibylurinn Katrina rústaði suðurströnd Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Hann er nú undir smásjá almennings sem hefur engu gleymt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×