Erlent

200 látnir í Bangladesh og Indlandi

Rúmlega 200 manns hafa látist í Bangladesh og Indlandi undanfarna daga vegna flóða, en monsúntímabilið stendur nú sem hæst. Heimili og skepnur skolast burt og eina haldreipi fólks er oft á tíðum trjátoppar sem það heldur dauðahaldi í til þess að fara ekki sömu leið.

Alls hafa nítján milljónir yfirgefið heimili sitt undanfarna daga vega flóðanna. Matur er af skornum skammti og óttast er að tala látinna muni margfaldast áður en yfir lýkur. Í morgun flugu þyrlur yfir svæðin sem eru hvað verst sett og slepptu matarpökkum til tveggja milljóna bjargarlausra íbúa sem þurfa að hýrast á húsþökum.

Heilbrigðisstarfsmenn eru nú á ferð um Bangladesh og Indland til þess að reyna að hefta útbreiðslu banvænna sjúkdóma sem berast með skítugu vatni.

Í fyrra létust rúmlega þúsund manns á þessu svæði vegna flóða af völdum monsúnregns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×