Erlent

Hitnar og hitnar í Evrópu

Lengd hitabylgja sem skekja Vestur-Evrópu hefur tvöfaldast síðan árið 1880. Þetta segja vísindamenn sem komust einnig að því að fjöldi ofurheitra daga hefur þrefaldast á sama tíma. Frekar er skýrt frá rannsókninni í tímaritinu Journal of Geophysical Research.

Samkvæmt rannsókninni vara hitabylgjur nú í þrjá daga að meðallagi, en þrettán daga í hæsta lagi. Meðallengd hitabylgja árið 1880 var einn og hálfur dagur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×