Erlent

Varp sjófugla misfórst í Færeyjum

Varp sjófugla hefur misfarist eitt árið enn í Færeyjum og óttast Færeyingar að sumir stofnanna, þeirra á meðal lundinn, séu við það að deyja út, ef ekki verður breyting á. Líkt og hér á Íslandi virðist vera fæðuskortur í hafinu þannig að ungar komast ekki á legg. Þá er talið að ofbeit sauðfjár í sumum eyjunum kunni að skerða lífslíkur unganna, því þeir hafa ekki skjól af grasi þegar vargfuglinn leitar fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×