Erlent

Búist við að flóð nái hámarki næsta sólarhring

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Svo virðist sem verstu flóð í Englandi síðastliðin sextíu ár séu að ná hámarki. Stór svæði eru þó enn undir vatni og meira en 350 þúsund íbúar á flóðasvæðunum eru enn án neysluhæfs drykkjarvatns.

Gloucestershire varð verst úti í fóðunum en Thames áin heldur áfram að flæða yfir bakka sína og veldur íbúum víða vandræðum, eins og í Oxford þar sem ástand var afar slæmt í gær og í dag. Búist er við að flóðin í Oxford nái hámarki í dag eða á morgun, en talið er að vatnavöxtur í ánni muni hafa áhrif á ýmis svæði Berkshire í dag og á morgun.

Gloucestershire varð verst úti í fóðunum en Thames áin heldur áfram að flæða yfir bakka sína og veldur íbúum víða vandræðum, eins og í Oxford þar sem ástand var afar slæmt í gær og í dag. Búist er við að flóðin í Oxford nái hámarki í dag eða á morgun, en talið er að vatnavöxtur í ánni muni hafa áhrif á ýmis svæði Berkshire í dag og á morgun.

Óttast var um rafstöðvar sem sjá miðborg Oxford fyrir rafmagni, og drykkjarvatni er skammtað til íbúa í flöskum í Gloucester og minnir einna helst á skammtanir stríðsáranna, segir á fréttavef BBC.

Björgunarsveitir reyna að dæla vatni úr íbúðahverfum sem verst hafa orðið úti í flóðunum og íbúar reyna víða að halda vatni úr húsum sínum með sandpokum.

Ekki hafa borist tilkynningar um mannskaða í flóðunum, en nítján ára pilts er saknað síðan aðfararnótt laugardags í Glousterskíri.

Rigningarsumarið í ár er gjörólíkt sumrinu í fyrra, sem var eitt hið heitasta og þurrasta í sögu Bretlands.

Enn eru sex flóðviðvaranir í gangi í Englandi, þrjár í Gloucesterskíri og þrjár við Oxfordskíri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×