Erlent

Danir hafa mismikið álit á fólki eftir hreimi

Danir hafa minna álit á fólki sem tala dönsku með miðausturlenskum hreim en öðrum. Berlingske tiderne greinir frá þessu. Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla báðu fólk að leggja mat á persónuleika 16 manns út frá því hvernig það las stuttan danskan texta. Þeir sem þóttu tala með miðausturlenskum hreim voru álitnir vitlausir og óáreiðanlegir, á meðan norðuevrópskur hreimur var tengdur við sjálfstæði, metnað og áreiðanleika. Þeir sem lásu textann voru allir með háskólamenntun og töluðu málfræðilega rétta dönsku. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×