Erlent

Berjast gegn siðleysi í klæðaburði

Írönsk lögreglukona áminnir konu í apríl þegar aðgerðirnar hófust
Írönsk lögreglukona áminnir konu í apríl þegar aðgerðirnar hófust
Lögregla í Íran skar í gær upp herör gegn ósiðlega klæddu kvenfólki, og karlmönnum með vestrænar hárgreiðslur. Tugir lögreglumanna gengu um götur Teheran og stöðvuðu fólk sem ekki klæddi sig í samræmi við íslamskar siðsemisreglur. Hundruð manna hafa verið handtekin frá því í apríl, þegar lög voru sett sem um klæðaburð, en nú á að herða sóknina gegn siðleysinu. Viðurlög við brotunum geta verið hýðingar, sektir eða fangelsisvist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×