Erlent

Lík annars Þjóðverjans fundið í Afghanistan

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Lík annars Þjóðverjans sem Talibanar í Afghanistan tóku í gíslingu fannst í morgun. Enn er óvíst um örlög hins þjóðverjans, en Talibanar halda enn um tuttugu Suður-Kóreumönnum í gíslingu.

Talibanar tilkynntu í gær að þeir hefðu tekið báða Þjóðverjana af lífi. Síðar um daginn tilkynnti hins vegar talsmaður utanríkisráðuneytisins að öryggissveitir hefðu upplýsingar um að annar þjóðverjanna hefði látist úr hjartaáfalli, en hinn væri á lífi. Lík annars mannsins fannst í morgun.

Þá bárust líka upplýsinga rum að öryggissveitir hefðu umkringt staðinn þar sem gíslunum er haldið í Ghazni héraði. Þær fregnir voru dregnar til baka í dag, en Talibanar sögðu að ef ráðist yrði að þeim með hervaldi til að frelsa gíslana, yrðu þeir allir teknir af lífi.

Mannræningjarnir segjast vilja skipta gíslunum út fyrir herskáa talibana sem sitja í afgönskum fangelsum. Þá krefjast þeir þess að herlið Suður Kóreumanna og Þjóðverja verði tafarlaust kallað heim.

Hópur gíslatöku-samningamanna kom til Kabul frá Seoul snemma í morgun.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×