Fótbolti

Seiglusigur hjá Keflavík

Mynd/AntonBrink
Keflvíkingar lögðu danska liðið Midtjylland 3-2 á heimavelli í kvöld í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Keflvíkingar lentu 2-0 undir í leiknum eftir um 20 mínútur, en náðu að jafna stundarfjórðungi síðar. Símun Samuelsen skoraði sigurmark Keflavíkur þegar skammt var liðið á síðari hálfleik en auk hans voru þeir Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson á skotskónum hjá Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×