Erlent

Dómstólaráð Líbíu mildar dóm yfir heilbrigðisstarfsfólki

Vonir standa til þess að fólki fái frelsi fljótlega.
Vonir standa til þess að fólki fái frelsi fljótlega.

Dómstólaráð Líbíu ákvað í dag að milda dóm yfir fimm hjúkrunarkonum frá Búlgaríu og einum lækni frá Palestínu úr dauðdómi í ævilangt fangelsi. Fólkið var dæmt til dauða í síðustu viku fyrir að hafa smitað 438 börn viljandi af HIV veirunni. Talið er að ákvörðun dómstólaráðs Líbíu eigi eftir að liðka fyrir því að fólkið verði látið laust.

Fólkið hefur setið í fangelsi í Líbíu síðan 1999 en það var sakfellt fyrir að hafa gefið 438 börnum viljandi HIV-sýkt blóð. Fólkið hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist hafa verið pyntað þangað til það játaði. Hæstiréttur Líbíu staðfesti dauðadóminn í síðustu viku og lýsti Evrópusambandið yfir vonbrigðum með þær málalyktir.

Um síðustu helgi tilkynnti Gaddafi-stofnunin, sem hefur gengt hlutverki sáttasemjara í deilunni, að sátt hefði náðst um bætur handa fjölskyldum þeirra barna sem smituðust. Í dag hafði rúmur helmingur fengið umlofaðar bætur. Í kjölfarið ákvað dómstólaráð Líbíu að endurskoða dóminn.

Í tilkynningu sem bandarísk stjórnvöld sendu frá sér í kvöld er ákvörðun dómstólaráðs Líbíu fagnað og vonast til þess að fólkinu verði í kjölfarið sleppt úr fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×