Erlent

Madeleine Potter

Óli Tynes skrifar
Madeleine McCann.
Madeleine McCann.
J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter hefur farið framá að mynd af Madeleine McCann verði hengd upp í öllum bókabúðum þar sem nýjasta bókin um galdrastrákinn verður seld. Madeleine, sem er fjögurra ára gömul var rænt af hóteli í Portúgal fyrir tveimur og hálfum mánuði.

Foreldrar telpunnar segja að þau séu bæði glöð og þakklát, því með þessu berist myndin af dóttur þeirra út um allan heim. Rowling segir að hún voni að þetta hjálpi til við að finna Madeleine og minni fólk á öll hin börnin sem séu týnd, í svo mörgum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×