Enski boltinn

Heinze sagður á leið til Liverpool

NordicPhotos/GettyImages
Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Heinze stefnir á að verða fyrsti leikmaðurinn í 43 ár sem seldur er beint milli erkifjendanna Manchester United og Liverpool á Englandi. Sir Alex Ferguson segir að leikmaðurinn muni líklega fara frá United í sumar, en bresku blöðin segja þó að hann vilji ólmur losna við hann frá Englandi í stað þess að sjá hann fara til Liverpool. Heinze er sagður með klausu í samningi sínum sem leyfi honum að fara ef í hann kemur 6 milljón punda tilboð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×