Erlent

Pia Kjærsgaard sýknuð af meiðyrðakæru

Pia Kjærsgaard er þekkt fyrir harða afstöðu gegn innflytjendum.
Pia Kjærsgaard er þekkt fyrir harða afstöðu gegn innflytjendum. MYND/danskfolkeparti.dk

Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins var í dag sýknuð af kæru um meiðyrði fyrir að hafa kallað danska múslimaklerka landráðamenn. Íslömsk trúarsamtök sem höfðuðu málið á hendur Kjærsgaard eru vonsvikin með dóminn.

Trúarsamtökin kröfðust 30 þúsund danskra króna, eða rúmra 300 þúsunda króna í bætur, en enduðu með því að þurfa sjálf að borga rúmar 400 þúsund krónur í málskostnað. Jyllandsposten greinir frá þessu.

Karen Greve, dómari við réttinn í Lyngby sagði að orðið ,,landráðamaður" væri oft notað í opinberri umræðu. Það hefði því ekki verið refsivert þegar Pia Kjærsgaard skrifaði í fréttabréfi flokksins, að áróður danskra múslima erlendis vegna múhameðsteiknimyndanna hafi verið landráð.

Sören Söndergard talsmaður þjóðarflokksins fagnaði niðurstöðunni, og sagði hana sigur fyrir tjáningarfrelsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×