Fótbolti

Argentína og Mexíkó í undanúrslit

Riquelme hefur farið á kostum með Argentínu í Copa America
Riquelme hefur farið á kostum með Argentínu í Copa America AFP
Argentínumenn og Mexíkóar tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum Copa America með stórsigrum í viðureignum sínum í 8-liða úrslitunum. Argentína skoraði öll fjögur mörkin í síðari hálfleik í 4-0 sigri á Perú þar sem Riquelme skoraði tvö, Messi eitt og Mascherano eitt. Liðið mætir Mexíkó í næstu umferð, en Mexíkóar burstuðu 10 manna lið Paragvæ 6-0 eftir að markverði Perú var vikið af leikvelli eftir aðeins fimm mínútna leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×