Enski boltinn

Heiðar áfram hjá Fulham?

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Samkvæmt Daily Mirror er framherjinn Diomansy Kamara ekki á leið til Fulham eins og talið hafði verið, heldur er hann á leiðinni til Eggerts Magnússonar og félaga í West Ham. Þetta gæti táknað að Heiðar Helguson verði áfram í Úrvalsdeildinni næsta vetur.

Fulham var búið að semja við West Bromwich Albion um kaup á leikmanninum og féllust liðin á að Fulham myndi borga West Brom um fjórar milljónir punda ásamt því að íslenski framherjinn Heiðar Helguson gengi til liðs við West Brom.

Ástæðan fyrir því að Kamara hefur ekki þegar gengið til liðs við Fulham er sú að erfiðlega gengur fyrir Fulham að sannfæra Heiðar Helguson til að færa sig niður um deild. Daily Mirror segir West Ham hafa boðið 5,5 milljónir punda í leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×