Fótbolti

Argentína í 8-liða úrslitin

Juan Roman Riquelme hefur verið í miklu stuði undanfarið
Juan Roman Riquelme hefur verið í miklu stuði undanfarið AFP

Argentínumenn tryggðu sér í nótt sæti í 8-liða úrslitunum í Suður-Ameríkubikarnum í knattspyrnu þegar liðið vann 4-2 sigur á Kólumbíu eftir að hafa lent undir í leiknum. Juan Roman Riquelme skoraði tvö mörk fyrir Argentínu í leiknum eftir að Hernan Crespo jafnaði úr vítaspyrnu og Diego Milito tryggði sigurinn með marki í lokin.

Kólumbía hafði tapað fyrsta leik sínum í keppninni 5-0 fyrir Paragvæ. Argentína og Paragvæ hafa nú sex stig í efsta sæti C-riðils á meðan Bandaríkjamenn og Kólumbíumenn eru án stiga. Lið Argentínu varð fyrir nokkru áfalli í leiknum þegar framherjinn Hernan Crespo virtist togna um leið og hann skoraði úr vítaspyrnu sinni í upphafi leiks og talið er óvíst að hann geti spilað meira með liðinu í keppninni. Hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Bandaríkjamönnum á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×