Erlent

F-14 þotur tættar í sundur

Á Davis-Monthan flugstöðinni í Tucson, Arizona, er flugvélakirkjugarður. Þar eru F-14 þotur tættar í sundur. Tilgangurinn er að halda flugvélunum, sem einnig eru kallaðar Tomcats, frá Írönum og öðrum ríkjum sem ógna öryggi Bandaríkjamanna. Varnarmálaráðuneytið hugðist upphaflega einungis eyðileggja varahluti sem sérstaklega eru notaðir I F-14 vélarnar en selja aðra hluti sem gætu gagnast öðrum flugvélum.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja að varahlutir úr F-14 séu Írönum sérstaklega mikilvægir því Íran sé eina ríkið sem noti þessa tegund flugvéla. Þeir hafi að undanförnu verið að leita að varahlutum í vélarnar til að viðhalda herflota sínum. Varnarmálaráðuneytið í Bandaríkjunum vill hins vegar forðast að vélarnar lendi í höndum óvinarins.

Ron Wyden, þingmaður demókrata í Oregon ríki, telur aðgerðir varnamálaráðuneytisins vera réttar en hann segir að rétt sé að ganga lengra og vill lög sem banna sölu á varahlutum úr F-14 vélum.

Í flugvélakirkjugarðinum eru 165 F-14 vélar en það eru einu vélarnar sem eftir eru af 633 vélum sem framleiddar voru fyrir flugherinn. Sumar vélanna voru hlutaðar niður, aðrar fóru á minjasöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×