Fótbolti

Robinho með þrennu fyrir Brasilíu

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Brasilía náði í sín fyrstu stig í Suður-Ameríkukeppninni í kvöld þegar liðið sigraði Chile 3-0. Framherjinn Robinho, sem leikur með Real Madrid á Spáni, skoraði öll mörkin.

Staðan í hálfleik var 1-0 eftir að Robinho skoraði úr vítaspyrnu á 36. mínútu. Í seinni hálfleik bætti hann svo við tveimur mörkum á 84. og 87. mínútu.

Brasilíumenn eru því komnir með 3 stig í riðlinum eftir að hafa tapað fyrir Mexíkó í fyrsta leiknum. Chile er einnig með 3 stig eftir að hafa sigrað Ekvador í fyrsta leik sínum. Mexíkó getur með sigri í kvöld á Ekvador komist á topp riðilsins með 6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×