Fótbolti

Úrslit úr Suður-Ameríkukeppninni í gær

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Vicente Sanchez  t.h. skoraði fyrir Úrúgvæ
Vicente Sanchez t.h. skoraði fyrir Úrúgvæ NordicPhotos/GettyImages

Gestgjafarnir frá Úrúgvæ og Venesúela sigruðu í gær sinn fyrsta leik í Suður-Ameríkukeppninni. Í báðum leikjunum var þó mikið um dómaramistök og gróf brot. Úrúgvæ sigraði Bólivíu 1-0 á meðan Venesúela sigraði Perú 2-0, en þessi lið eru öll í A-riðli.

Alejandro Cichero skoraði fyrir Venesúela á 49. mínútu með skalla áður en varamaðurinn Daniel Arismendi skoraði á 79. mínútu. Leikmenn Perú voru æfir yfir að fá ekki dæmda vítaspyrnu þegar Pizarro var felldur inn í vítateig Venesúela í stöðunni 1-0. Venesúela var að vinna sinn fyrsta leik í keppninni í þrjá áratugi.

Í leik Bólivíu og Úrúgvæ dugði mark Vicente Sanchez á 58. mínútu til sigurs, en í þeim leik voru leikmenn Bólivíu mjög ósáttir við dómarann þar sem hann þótti sýna mikla linkind við leikmenn Úrúgvæ og leyfði þeim að komast upp með mjög gróf brot.

Venesúela eru á toppi riðilsins með 4 stig eftir 2 leiki, Perú og Úrúgvæ koma þar á eftir með 3 stig á meðan Bólivía rekur lestina með 1 stig eftir 2 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×