Erlent

Aukinn öryggisviðbúnaður í Bandaríkjunum

Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins.
Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins.

Bandaríkjamenn hafa aukið öryggisviðbúnað á flugvöllum vegna hryðjuverkaógna í Bretlandi síðastliðna daga. Meðal annars með því að fjölga öryggisvörðum.

Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, segir að um fyrirbyggjandi aðgerðir sé að ræða. Engar upplýsingar bendi til þess að raunveruleg ógn steðji að Bandaríkjamönnum.

Raymond W. Kelly, lögreglustjóri í New York, er sammála Snow. Hann segir að lögreglan fylgist vel með atburðunum í Skotlandi og í London en ekkert bendi sérstaklega til þess að Bandaríkjamenn séu í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×