Erlent

Litla Danaprinsessan heitir Ísabella

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Dóttir Friðriks Danaprins og Maríu Elísabetar konu hans hefur fengið nafnið Ísabella Henrietta Ingiríður Margrét.

Prinsessan fæddist í lok aprílmánaðar og var það í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæddist í dönsku konungsfjölskyldunni.

Nafnið Isabella er komið úr spænsku og portúgölsku. Það er í 21. sæti á lista yfir vinsælustu nöfn í Danmörku en talið er að vinsældir nafnsins muni aukast til muna nú þegar að litla prinsessan er farin að bera það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×