Fótbolti

Real Madrid á eftir Robben

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Real Madrid hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á að kaupa hollendinginn Arjen Robben frá Chelsea. Robben hefur sterklega verið orðaður við Spánarmeistarana síðustu viku.

Talsmaður Chelsea segir þó að félagið sé í viðræðum við leikmanninn um að framlengja samning sinn við Chelsea. Ramon Calderon, forseti Madrid, segir að hann hafi lengi dáðst að Robben.

Yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid, Predrag Mijatovic, segir að liðið sé einnig að skoða Daniel Alves hjá Sevilla og vildi ekki útiloka að félagið gerði tilboð í Javier Saviola. Hann bætti svo við að ekkert muni gerast fyrr en félagið væri búið að ráða nýjan knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×