Fótbolti

Darren Bent til Tottenham

MYND/AFP

Darren Bent er kominn til Tottenham fyrir 16,5 milljón punda. Þetta var staðfest í morgun. Bent er 23 ára og hefur spilað fyrir Charlton síðastliðin ár. Hann á tvo landsleiki að baki fyrir England. Bent hafnaði því nýverið að fara til Íslendingafélagsins West Ham.

Hann skoraði 37 mörk í 77 leikjum fyrir Charlton en gat engu að síður ekki komið í veg fyrir að Charlton félli niður um deild. Hann er annar leikmaðurinn sem Tottenham kaupir í sumar en sá fyrri var bakvörðurinn Gareth Bale.

Framherjar Tottenham eru þá í dag Darren Bent, Dimitar Berbatov, Jermain Defoe, Robbie Keane og Mido en líklegt er talið að bæði Defoe og Mido verði látnir fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×