Fótbolti

Fótboltinn vinsælli en íshokkí

Mun fleiri sáu leik Bandaríkjanna og Mexíkó í sjónvarpi en úrslitaleikinn í Stanley bikarnum
Mun fleiri sáu leik Bandaríkjanna og Mexíkó í sjónvarpi en úrslitaleikinn í Stanley bikarnum

Mikið hefur verið rætt um uppganginn í knattspyrnunni í Bandaríkjunum í kjölfar þess að David Beckham ákvað að ganga í raðir LA Galaxy. Á sama tíma virðist íshokkí vera á hraðri leið í landinu ef tekið er mið af áhorfi á úrslitaleikinn í Stanley Cup.

Íshokki hefur lengst af verið ein allra vinsælasta íþróttagreinin í Bandaríkjunum en til marks um dræmar undirtektir fólks þar í landi í dag, sáu aðeins rúmlega tvær milljónir manna beina útsendingu NBC frá úrslitaleiknum um Stanley bikarinn.

Það sem meira er þykir sömum það hafa verið gríðarlegur álitshnekkur fyrir íshokkíið þegar áhorf á leik Bandaríkjamanna og Mexíkóa í gullbikarnum á dögunum var talsvert mikið hærra en á hokkíleikinn. 2,8 milljónir manna sáu þannig úrslitaleik Bandaríkjamanna og Mexíkóa í beinni útsendingu og ekki var leikurinn aðeins sýndur á minni sjónvarpsrás (Univision), heldur var þar aðeins hægt að sjá leikinn með spænskum þulum. Það er því ljóst að hokkíið má muna fífil sinn fegurri í Bandaríkjunum ef marka má þessar fregnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×