Fótbolti

Perú vann óvæntan stórsigur á Úrúgvæ

Perúmenn fagna einu marka sinna í gærkvöld
Perúmenn fagna einu marka sinna í gærkvöld AFP
Óvænt úrslit urðu strax á fyrsta degi Copa America í gærkvöld þegar Perúmenn unnu öruggan 3-0 sigur á Úrúgvæ í A-riðli. Miguel Villata, Jose Guerrero og varamaðurinn Juan Marino skoruðu mörk liðsins á Metropolitano vellinum í Merida. Þá gerðu heimamenn í Venesúela 2-2 jafntefli við Bólivíu þar sem mark sjö mínútum fyrir leikslok gerði út um vonir heimamanna um fyrsta sigur þeirra í keppninni í 40 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×