Íslenski boltinn

Skagamenn unnu Víking 3-0

Skagamenn fagna einu marka sinna í kvöld
Skagamenn fagna einu marka sinna í kvöld Mynd/Hörður
Skagamenn gerðu góða ferð í Fossvoginn í kvöld og unnu góðan 3-0 sigur á Víkingi í Landsbankadeild karla. Króatinn Vjekoslav Svadumovic kom gestunum á bragðið með marki á 26. mínútu og bætti öðru við skömmu fyrir leikhlé. Það var svo Jón Vilhelm Ákason sem skoraði þriðja mark Skagamanna á 65. mínútu. Skagamenn skutust með sigrinum í 11 stig í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×