Fótbolti

Tíu dómarar reknir í Rúmeníu

NordicPhotos/GettyImages
Knattspyrnusambandið í Rúmeníu hefur nú ákveðið að taka rækilega til í dómaramálum sínum því í dag voru alls tíu dómarar strikaðir út af lista sambandsins fyrir næsta keppnistímabil. Dómaramál hafa verið í miklu uppnámi í landinu síðustu ár og hver skandallinn rekið annan. Rúmenar hafa ekki átt fulltrúa úr dómarastéttinni í stórleik síðan Ion Carciunescu dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1995.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×