Erlent

Vilja að Blair leiði friðarviðræður

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Embættismenn sem sérhæfa sig í málefnum Miðausturlanda íhuga nú að fá Tony Blair, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, til að leiða friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs. Blair lætur af embættinu á morgun.

Embættismenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum funduðu í Jerúsalem í gær í fyrsta sinn eftir að Hamas tók völd á Gaza. Blair er efstur á lista þeirra, en fjöldi araba telur Blair of hallan undir Ameríkana og Ísraela. Á blaðamannafundi í gær lét Blair í ljós áhuga á því að leiða viðræðurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×