Fótbolti

Playboy-dómari veldur fjaðrafoki í Brasilíu (myndasyrpa)

Ana Paula Olivera er föngulegur dómari sem hefur valdið miklu fjaðrafoki í Brasilíu
Ana Paula Olivera er föngulegur dómari sem hefur valdið miklu fjaðrafoki í Brasilíu

Nokkuð fjaðrafok er nú í Brasilíu í kjölfar þess að þegar umdeildur knattspyrnudómari þar í landi hefur ákveðið að sitja fyrir nakinn í tímaritinu Playboy. Ana Paula Olivera er 29 ára gömul og komst í fyrirsagnir fyrir stuttu vegna dómgæslu sinnar í bikarkeppninni. Hún hefur nú skvett olíu á eldinn með þessu nýjasta útspili sínu.

Olivera þótti gera slæm mistök í bikarleik í maí þar sem hún dæmdi af löglegt mark og var í kjölfarið dæmd í þriggja leikja bann af knattspyrnusambandinu þar í landi. Hún hefur ekki dæmt í efstu deild síðan og hefur mikil og heit umræða verið þar í landi síðan um hvort kvendómarar séu brúklegir í efstu deildum. Olivera ætlar að sitja fyrir nakin í júlíhefti Playboy og hefur sú ákvörðun vakið hörð viðbrögð frá bæði knattspyrnusambandinu og stöllum hennar í dómarastéttinni.

Hvað myndatökuna sjálfa varðar hefur Olivera fengið blessun móður sinnar á allt saman og herma fregnir í Brasilíu að hún muni fá á milli 10 og 15 milljónir króna fyrir herlegheitin. Sjálf gefur hún sig út fyrir að vera öflugan talsmann kvenréttinda.

Smelltu hér til að sjá myndaseríu af Olivera - með og án einkennisklæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×